Svona gerðust hlutirnir á Laugardalsvelli
Það fór ekki framhjá neinum að Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta á föstudaginn þegar Ísland lék við Króata í fyrri leik liðanna í umspli fyrir sæti á HM.
Það var í mörg horn að líta til að allt gæti gengið upp en vallarstarfsfólk KSÍ ásamt mörgum öðrum lögðu nótt við dag til að hafa völlinn í sem bestu ásigkomulagi. Yfirbreiðsla var flutt til landsins frá Englandi sem sett var á völlinn en hann var blásinn upp með heitu lofti til að halda hita á vellinum. Svo sá dúkurinn til þess að vatn fór ekki í völlinn sem hefði mögulega gert aðstæður erfiðar.
KSÍ og leikmenn landsliðsins vilja þakka öllum þeim sem komu að því að gera aðstæður eins góðar og raun bar vitni en án þrotlausrar vinnu á vellinum undanfarnar vikur þá hefði íslenska liðið (og það króatíska) ekki getað boðið upp á þá skemmtun sem áhorfendur urðu vitni að seinasta föstudag.
Áfram Ísland.