• fös. 15. nóv. 2013
  • Fræðsla

Námskeið í markmannsþjálfun - Námskeiðinu frestað

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

KSÍ mun halda grunnnámskeið í markmannsþjálfun helgina 29. nóv.-1. des og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ og í Hamarshöllinni í Hveragerði. Námskeiðið er ætlað þeim markmannsþjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref og eins þeim þjálfurum sem búa ekki svo vel að hafa markmannsþjálfara en vilja sinna sínum markmönnum á góðan hátt.

Kennarar á námskeiðinu verða þeir Guðmundur Hreiðarsson, Halldór Björnsson og Ólafur Pétursson.

Dagskrá námskeiðsins er í grófum dráttum þessi:

Föstudagur, 29. nóvember

16.00-19.00        Bóklegt í höfuðstöðvum KSÍ

Laugardagur, 30. nóvember

9.00-12.00 og 13.00-16.00            Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði

Sunnudagur, 1. desember

9.00-12.00 og 13.00-16.00            Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði

Skráning er hafin. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda nafn, kennitölu, félag og símanúmer á dagur@ksi.is