Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu á sunnudaginn
Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands. Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum. Auk knattspyrnu verður á sama tíma keppt í víðavangshlaupi og kúluvarpi. Dómgæsla verður í höndum dómara frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Guðni Kjartansson, íþróttakennari og fyrrverandi landsliðsþjálfari sér um upphitun.
Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics, Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna. Lið verða skipuð fjórum fötluðum og þremur ófötluðum leikmönnum, konum og körlum.
Special Olympics leikar eru fyrir folk með þroskahömlun og þar gilda engin lágmörk, allir geta verið með byrjendur sem lengra komnir.
Dagskrá Íslandsleika Special Olympics, sunnudaginn 10. nóvember
Kveikt á kyndlinum við lögreglustöðina kl. 10:20
Eldur tendraður við Reykjaneshöllina kl. 10:50
Mótssetning kl. 11:00
Upphitun kl. 11:10
Keppni kl. 11:20
Verðlaunaafhending kl. 13.30