Áfrýjunardómstóll úrskurðar í máli Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, þar sem úrskurði nefndarinnar frá 24. september er áfrýjað, en þar samþykkti aga- og úrskurðarnefndin að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september.
Áfrýjunardómstóllinn staðfesti fyrri úrskurð.