• þri. 29. okt. 2013
  • Landslið

Uppselt á Ísland-Króatía

Laugardalsvollur-ur-flodljosum
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Uppselt er á viðureign Íslands og Króatíu í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli föstudaginn 15. nóvember næstkomandi.  Miðasalan opnaði snemma morguns í dag, þriðjudag, og seldist upp á fáeinum klukkustundum.

Þar með hafa miðar selst upp á síðustu þrjá heimaleiki A landsliðs karla, þ.e. leikina við Albaníu og Kýpur í undankeppninni og svo nú í umspilinu við Króatíu.  Ljóst er að þetta hefur aldrei gerst áður og er greinilegt að knattspyrnuæði hefur gripið þjóðina.  Augljóslega komast færri að en vilja og er fólk sem ekki náði að tryggja sér miða hvatt til að sameinast fyrir framan sjónvarpsskjái landsins þetta kvöld.