A kvenna - Tvær æfingar í dag
Tvær æfingar voru á dagskránni í dag hjá kvennalandsliðinu sem þessa dagana er statt í Belgrad í Serbíu. Framundan er mikilvægur leikur í undankeppni HM en leikið verður við heimastúlkur á fimmtudaginn.
Það er óhætt að seggja að æfingaaðstaðan hér í Belgrad sé frábær. Veðrið hefur og leikið við hópinn og æfingavöllurinn í frábæru ásigkomulagi. Hitinn í dag var um 25 stig og heiðskírt og er búist við því sama á morgun. Spáin á leikdag er öðruvísi en þá er búist við að skýjuðu veðurfari og um 15 stiga hita. Leikuirnn hefst kl. 14:00 að staðartíma á fimmtudaginn eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.
Allir leikmenn eru heilir og tóku fullan þátt á æfingunum í dag, Á morgun verður æft á keppnisvellinum, FK Obilic Stadium, en hann er í um hálftíma akstursfjarlægð frá hóteli hópsins. Heimamenn segja keppnisvöllinn ekki í jafngóðu ásigkomulagi og æfingavöllinn og verður því fróðlegt fyrir hópinn að æfa á vellinum á morgun.