• lau. 19. okt. 2013
  • Landslið

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Finnum

2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

Strákarnir í U15 leika í dag kl. 10:00 að íslenskum tíma við jafnaldra sína frá Finnlandi en leikið er í Sviss.  Þessi leikur er í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en sigurvegari leiksins leikur við annað hvort Moldóva eða Armena á mánudaginn um sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður:    
Sölvi Björnsson
Aðrir leikmenn:    
Kristinn Pétursson
Karl Viðar Magnússon
Torfi Tímoteus Gunnarsson
Alex Þór Hauksson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Djordje Panic
Hilmar Andrew McShane
Kristófer Ingi Kristinsson
Helgi Guðjónsson
Ísak Atli Kristjánsson