• lau. 19. okt. 2013
  • Landslið

Leikið um Ólympíusæti á mánudag

2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 landslið karla leikur um þessar mundir í forkeppni Ólympíuleika ungmenna og er leikið í Sviss.  Fjögur lið taka þátt í þessum riðli og er leikið með útsláttarfyrirkomulagi.  Ísland vann 2-0 sigur á Finnum í undanúrslitum fyrr í dag og í síðari undanúrslitaleiknum vann Moldavía 3-0 sigur á Armeníu.  Þetta þýðir að í úrslitaleiknum mætast Ísland og Moldavía og fer leikurinn fram á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.