• fös. 18. okt. 2013
  • Landslið

Nokkrar þjóðir sem komust ekki í umspil - Stærð þjóða

Island-ahorfendur-2013

Það er gaman að skoða hversu magnaður árangur íslenska A-landsliðsins er þegar horft er á stærðir þjóðanna sem komust ekki áfram. 

Á Íslandi búa rúmlega 320 þúsund manns. Þegar við skoðum lönd sem fóru ekki áfram úr sínum riðlum og hversu margir búa í viðkomandi löndum þá sést að samkvæmt höfðatölu eru lönd sem eru margfalt stærri en Ísland að sitja eftir með sárt ennið.

Lönd sem eru með sterkar deildir í fótbolta eins og Tékkland, Tyrkland og Noregur eru ekki með á HM né fara í umspil. Ekkert af löndunum sem leikur í umspili er með færri en 4 milljónir íbúa sem er þá rúmlega 10 sinnum stærra en Ísland í fólksfjölda.

Þessar þjóðir komust ekki áfram:

  • Skotland 5.3 milljónir
  • Tékkland 10.5 milljónir
  • Austurríki 8.3 milljónir
  • Írland 6.4 milljónir
  • Tyrkland 76 milljónir
  • Noregur 5 milljónir
  • Finnland 5.5 milljónir
  • Ungverjaland 9.9 milljónir

Ísland er eitt af 8 löndum sem fer í umspilið og við erum langminnsta landið af þeim.

  • Úkraína 45 milljónir
  • Portúgal 10.5 milljónir
  • Grikkland 10.8 milljónir
  • Króatía 4.3 milljónir
  • Svíþjóð 9.5 milljónir
  • Frakkland 66 milljónir
  • Rúmenía 20.1 milljónir

Það má benda á margar ástæður fyrir því afhverju Ísland er svo framarlega en yfirbyggð knattspyrnuhús, menntun þjálfara og gott barna- og unglingastarf eru stórir þættir í góðu gengi okkar. 

Það var bent á það á samfélagsmiðlum í vikunni að tæknilega séð væri Ísland aðeins 9 leikjum frá því að verða heimsmeistari - og það í sjálfu sér er magnað.