Dregið í umspilinu í hádeginu - Bein útsending
Mánudaginn 21. október verður dregið um það í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir mætast í umspilsleikjum fyrir HM 2014. Þjóðunum átta verður skipt í efri og neðri styrkleikaflokk og verður farið eftir nýútgefnum styrkleikalista FIFA.
Þjóðirnar átta sem verða í pottinum eru þessar:
Efri styrkleikaflokkur
- Grikkland
- Króatía
- Portúgal
- Úkraína
Neðri styrkleikaflokkur
- Frakkland
- Ísland
- Rúmenía
- Svíþjóð
Mögulegir mótherjar Íslands eru í efri flokknum. Ekki liggur fyrir hvort liðið fær heimaleik fyrst, því um það er dregið á mánudag.
Leikdagarnir eru föstudagurinn 15. nóvember og þriðjudaginn 19. nóvember. Eftir dráttinn verða gefnar út nánari upplýsingar varðandi miðasölu á heimaleik Íslands.
Smelltu hérna til að sjá beina útsendingu frá drættinum á FIFA.
Smelltu hérna til að sjá beina útsendingu frá drættinum á RÚV.