Fyrirlestur um eineltismál
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands munu þriðjudaginn 22. október standa að fyrirlestri varðandi eineltismál. Vanda Sigurgeirsdóttir mun þar halda fyrirlestur og markmið fyrirlestursins er að gefa þjálfurum og starfsmönnum íþróttafélaga þekkingu og verkfæri til að geta tekið á einelti.
Við sama tilefni mun ÍSÍ kynna útgáfu nýs bæklings sem tekur á eineltismálum innan íþróttahreyfingarinnar.
Fyrirlesturinn verður haldinn á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli, hefst kl. 16:00, stendur til kl. 19:00, er opinn öllum og aðgangur er ókeypis. Fyrirlesturinn hentar þjálfurum og starfsmönnum allra íþróttagreina.
Tökum höndum saman og leggjum okkur fram um að gera umhverfi barna og unglinga í íþróttum öruggt og laust við það samfélagsmein sem einelti er.
Fyrirlesturinn telur sem 4 tímar í endurmenntun fyrir knattspyrnuþjálfara með UEFA B þjálfaragráðu.