• þri. 15. okt. 2013
  • Landslið

U19 karla - Sæti í milliriðlum tryggt

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U19 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM en þeir lögðu Norðu Íra í lokaleik undanriðilsins en leikið var í Belgíu.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar jafntefli, 2 - 2.  Belgar og Íslendingar fara því áfram úr riðlinum.

Íslenska liðið hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og fengu ágætis tækifæri til að komast en það var ekki fyrr en eftir 12 mínútna leik í síðari hálfleik að ísinn var brotinn.  Orri Sigurður Ómarsson skoraði þá eftir aukaspyrnu Olivers Sigurjónssonar.  Þetta reyndist eina mark leiksins en Norður Írar sóttu nokkuð undir lokin en án árangurs.

Þessi úrslit, ásamt því að Belgar og Frakkar gerðu jafntefli, þýða að Ísland hafnaði í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Belgar urðu eftir með sjö stig.  Frakkar og Norður Írar sitja hinsvegar eftir.  Frábær árangur hjá strákunum enda riðillinn verulega sterkur.

Staðan í riðlinum