U19 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írlandi
Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Norður Írar en hörð barátta er um annað sætið í riðlinum og geta Íslendingar tryggt sér það sæti, og þar með sæti í milliriðlum, með sigri í dag og hagstæðum úrslitum í leik Belga og Frakka.
Belgar hafa þegar tryggt sér efsta sætið en allar hinar þjóðirnar eiga möguleika á öðru sætinu. Frakkar hafa 2 stig en Ísland og Norður Írland eru með 1 stig hvort.
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en vegna meiðslastöðu verður tilkynnt um markvörð síðar.
Byrjunarliðið:
Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson
Vinstri bakvörður: Daníel Leó Grétarsson
Miðverðir: Orri Sigurður Ómarsson og Hjörtur Hermannsson, fyrirliði
Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson og Emil Ásmundsson
Hægri kantur: Daði Bergsson
Vinstri kantur: Ævar Ingi Jóhannesson
Sóknartengiliður: Stefán Þór Pálsson
Framherji: Kristján Flóki Fnnbogason
Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA