• mán. 14. okt. 2013
  • Landslið

U21 karla - Naumt tap gegn Frökkum

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Strákarnir í U21 töpuðu gegn Frökkum í kvöld í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur, í miklum markaleik, urðu 3 - 4 fyrir Frakka eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.

Það voru Íslendingar sem komust yfir á 9. mínútu þegar fyrirliðinn Sverrir Ingi Ingason skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.  Gestirnir jöfnuðu metin á 41. mínútu og þeir voru aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar þeir skoruðu sjálfsmark eftir mikinn atgang í eigin vítateig.   Það var svo tíu mínútum síðar sem Frakkar jöfnuðu metin og aðeins tveimur mínútum síðar komust þeir yfir eftir snögga sókn.  Okkar menn lögðu þó ekki árar í bát og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði úr.  Lokaorðið áttu hinsvegar gestirnir með marki úr vítaspyrnu, aðeins 7 mínútum fyrir leikslok.

Mjög fjörugur leikur sem boðið var upp á í Laugardalnum í kvöld og hafði íslenska liðið algjörlega í fullu tréi við franska liðið.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Kasakstan á útivelli, 5. mars.

Staðan í riðlinum