• lau. 12. okt. 2013
  • Landslið

U19 karla - Tap gegn Belgum

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Belgum í dag í undankeppni EM.  Leikið er einmitt í Belgíu og höfðu heimamenn betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi.

Heimamenn komust yfir strax á 9. mínútu og leiddu þannig í leikhléi.  Þeir bættu svo við marki eftir 8 mínútna leik og héldu þeirri forystu út leikinn þrátt fyrir ágætar tilraunir íslensku strákanna til að breyta stöðunni. 

Belgar hafa þar með tryggt sér sæti í milliriðlum en hinar þrjár þjóðirnar berjast um annað sætið í riðlinum.  Frakkar og Norður Írar gerðu jafntefli í sínum leik í dag, 1 - 1, og hafa Frakkar því 2 stig en Ísland og Norður Írland eru með 1 stig.  Ísland og Norður Írland mætast á þriðjudaginn og á sama tíma leika Belgar og Frakkar.  Með íslenskum sigri og það að Frakkar leggi ekki Belga, er annað sætið Íslands.

Staðan í riðlinum