• mið. 09. okt. 2013
  • Dómaramál

Ungverskir dómarar á leik Íslands og Kýpur

István Vad
Istvan-Vad

Það verða ungverskir dómarar sem munu dæma leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45.  Það verður István Vad sem dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða þeir István Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják.  Fjórði dómari verður Tamás Bognár.

István Vad hefur verið FIFA dómari síðan 2007 og árið 2011 var hann fjórði dómari á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA á leik Barcelona og Manchester United.  Fjórði dómari leiksins, Tamás Bognár, var einmitt aukaaðstoðardómari á þeim leik.

Eftirlitsmaður leiksins kemur frá Hollandi og heitir Henk Kesler en dómaraeftirlitsmaður leiksins er Jan Fasung frá Slóvakíu.