U15 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Sviss
Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hópinn sem leikur í Sviss í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna. Fjórar þjóðir leika um eitt laust sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.
Ísland mætir Finnum, laugardaginn 19. október, og strax á eftir leika Moldóva og Armenía. Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast svo mánudaginn 21. október og keppa þá um sæti í Nanjing á næsta ári.