• lau. 05. okt. 2013
  • Landslið

U17 kvenna - Tap í síðasta leiknum í milliriðlinum

U17-kvenna-lidid-gegn-Spani
U17-kvenna-lidid-gegn-Spani

Stelpurnar í U17 luku keppni í milliriðlum EM í dag þegar þær léku gegn Spánverjum en riðillinn var leikinn í Rúmeníu.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Spánverja sem tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppni EM.

Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðlinum, á eftir Írum sem lögðu Rúmena örugglega í dag.  Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Spánverjar yfir á 52. mínútu en Hulda Hrund Arnardóttir jafnaði metin á 68. mínútu.  Þær spænsku komust aftur yfir fjórum mínútum síðar og bættu svo við þriðja markinu á síðustu mínútu leiksins og þar við sat.

Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn:

"Íslenska kvennalandslið skipað leikmönnum yngri en 17 ára lék sinn síðasta leik í milliriðli evrópumótsins. Spánverjar voru búnar að vinna báða sína leiki, en íslensku stelpunar unnu heimastúlkur frá Rúmeníu, en töpuðu fyrir Írsku stúlkunum. Það var því ljóst að 2-0 sigur yrði að vinnast gegn sterku liði spánverja til að komast í lokakeppni evrópumótsins.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum í leikkerfinu 4-2-3-1:

Selma Líf Hlífarsdóttir, Erna Guðrún Magnúsdóttir, Arna Dís Arnþórsdóttir, fyrirliði, Bergrós Lilja Jónsdóttir, Hrefna Þuríður Leifsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, María Eva Eyjólfsdóttir, Hulda Hrund Arnarsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Bryndís Rún Þórólfsdóttir, Esther Rós Arnarsdóttir

Spænsku stúlkunar byrjuðu betur en þær Íslensku unnu sig vel inn í leikinn og áttu fyrsta færi leiksins a 12. min er Hulda Ósk skaut boltanum í samskeytinn eftir sendingu frá Esther Rós. Fyrsta færi spánverja kom á 32. min, en boltinn fór yfir, fram að því hafði Selma Líf gripið inn í áður en hætta skapaðist. Spánverjar áttu svo sláarskot á 35. min.

Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks og staðan því 0-0 eftir fyrri hálfleik. Seinnihálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri var, spánverjar meira með boltann, en Íslensku stelpunar lokuðu öllum svæðum. Þegar um 8 min voru liðnar af seinni átti Hulda Hrund fínt skot utan af kanti eftir aukaspyrnu. Tveimur min seinna kom Elena inn fyrir Bryndísi.

Á 51. min komust spánverjar yfir eftir ágætis sókn. Á 66. min kom Eva Bergrín inn fyrir Lillý. Á 69. min átti María Eva sendingu inn á Huldu Hrund, hún sneri eina af sér og jafnaði leikinn 1-1 með föstu skoti sem markmaður spánverja náði ekki að halda. Þremur mínútum seinna náðu spánverjar að komast yfir aftur eftir að okkar stelpur gleymdu sér í vörninni.

Á 73. min kom Sigga Maja inn fyrir Huldu Ósk. Íslensku stelpunar færðu sig svo framar á völlinn og við það opnaðist vörnin. Spánverjar nýttu sér það og skoruðu þriðja mark sitt á 80. min og stuttu seinna flautaði dómari leiksins leikinn af."