• fös. 04. okt. 2013
  • Landslið

A karla - Hópurinn sem mætir Kýpur og Noregi

Island---Albania-2
Island---Albania-2

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægur gegn Kýpur og Noregi.  Leikið verður gegn Kýpur hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október, en leikurinn við Noreg verður á Ulleval í Osló, þriðjudaginn 15. október.

Leikurinn við Kýpur verður síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 en uppselt er á leikinn sem hefst kl. 18:45.

Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en baráttan er gríðarlega hörð.  Efsta sætið í riðlinum gefur öruggt sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014.  Annað sætið í riðlinum gefur möguleika á umspilsleikjum sem fram fara í nóvember.  Sviss stendur best að vígi í efsta sæti en Ísland, Slóvenía, Noregur og Albanía eiga öll möguleika á því að hreppa annað sætið.

Hópurinn