• fim. 03. okt. 2013
  • Landslið

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Frakkland

U21-karla
U21-karla

Strákarnir í U21 taka á móti Frökkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Þarna er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem báðar þessar þjóðir eru með fullt hús stiga í riðlinum, Íslendingar eftir fjóra leiki en Frakkar eftir tvo leiki.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Íslenska liðið hefur leikið mjög vel það sem af er undankeppninni en nú bíður þeirra stærsta viðfangsefni til þess, stórlið Frakka.  Hingað til hefur Íslendingum ekki gengið vel gegn Frökkum í þessum aldursflokki en þjóðirnar hafa mæst fimm sinnum og Frakkar ætíð haft betur þó ætíð hafi verið mjótt á munum.  En strákarnir eru staðráðnir í því að snúa við blaðinu og óska eftir stuðningi áhorfenda í þessu stóra verkefni.

Fjölmennum á Laugardalsvöllinn og styðjum strákana okkar!

U21 Karla

Undankeppni EM 2015

Ísland – Frakkland

Laugardalsvelli

Mánudaginn 14. október kl. 18:30

Miðaverð kr. 1.500

Frítt fyrir börn yngri en 16 ára