• mið. 02. okt. 2013
  • Landslið

U17 kvenna - Naumt tap gegn Írum - Umfjöllun

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu
U17-kvenna---Byrjunarlidid-gegn-Irlandi

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Írum í dag í milliriðli EM en leikið er í Rúmeníu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íra sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.

Írar komust yfir á 32. mínútu og leiddu því í leikhléi og bættu svo við marki á 51. mínútu og útlitið erfitt hjá stelpunum.  Þær gáfust þau ekki upp en náðu ekki að bæta við marki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Esther Rós Arnarsdóttir minnkaði muninn úr vítaspyrnu og þar við sat.

Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum á laugardaginn þegar leikið verður við Spánverja.  Spænska liðið hefur unnið báða sína leiki, unnu stórsigur á Rúmenum í dag, 8 - 0.

Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjölun um leikinn:

"Íslenska kvennalandslið skipað leikmönnum undir 17 ára lék sinn annan leik í milliriðli evrópumótsins í dag. Eftir flottan sigur í fyrsta leik gegn heimamönnum frá Rúmeníu mættu Íslensku stúlkunar þeim Írsku. Írar voru betri heilt yfir í leiknum og unnu 1-2 sigur.

Byrjunarlið íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 Hafdís Erla, Erna Guðrún, Eva Bergrín, Lillý Rut, Arna Dís, Ingibjörg, María Eva, Sigríður María, Hulda Ósk, Petrea Björt og Esther Rós.

Mikið jafnvægi var í leiknum til að byrja með en íslendingar fengu fyrsta færið á 8. min er Esther Rós reif sig lausa og komst í gegn, hún náði fyrirgjöf á Siggu Maju sem skoraði í autt markið sem var dæmd rangstæð.  Á myndbandsupptökum sést hinsvegar að markið hefði átt að standa.  Á 16. min fengu Íslendingar álitlega sókn er Ingibjörg stakk niður á Huldu Ósk, hún náði góðri fyrirgjöf sem Írar náðu að hreinsa áður en Esther og Sigga Maja komust í boltann. Írar áttu á þessum mínútum tvö skot fyrir utan teig,

Á 23. min fékk Sigga Maja næsta færi, en markmaður Íra varði skot hennar. Esther komst síðan ein í gegn en markmaður kom vel út á móti, Hulda Ósk náði boltanum, en varnarmaður komst fyrir og þaðan barst boltinn til Siggu Maju sem skaut en markmaðurinn var búinn að skila sér heim og varði.

Írar fengu svo gott færi á 27. min, en Hafdís var vel staðsett og varði örugglega. Írar komust síðan yfir á 32. min er ein þeirra hamraði boltanum af vinstri kanti í nærhornið, óverjandi. Staðan kannski ekkert sérstaklega sanngjörn þarna 0-1. Írar fengu í kjölfarið hættulegt færi eftir misskilning, en íslendingar hreinsuðu á síðustu stundu. Mínútu síðar bjargaði Eva Bergrín á síðustu stundu og greinilegt að þær Írsku ætluðu að láta kné fylgja kviði. Fátt gerðist svo fram að leikhléi og gengu Íslensku stúlkunar til klefa með 0-1 á bakinu.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri, stöðubarátta og fight-ingur. Fyrsta færið kom á 49. min, en Hafdís varði vel. Mínútu seinna komust þær Írsku i skotfæri fyrir utan teig, ein Írsku stelpnanna lét vaða og hamraði boltann undir slánna. Skipting var gerð hja Íslendingum í kjölfarið og þær Bergrós Ásgeirs og Elena komu inn fyrir Petreu og Siggu Maju.

Ingibjörg átti síðan stungusendingu inn á Esther Rós sem fór framhjá markverðinum en skot hennar var bjargað af línu. Írar áttu næsta hættulega færið er boltinn lak í stöng og út eftir þvögu í vítateignum. Á 67. min fengu Íslendingar aukaspyrnu á 25 metra færi,  Ingibjörg sett boltann i slánna og yfir, mjög gott skot. Hinumegin varði Hafdís vel í næstu sókn.

Besta sókn Íslands í síðari hálfleik kom svo á 69. min, Ingibjörg átti stungusendingu inn á Huldu Ósk, hún tók eina á og gaf boltann fyrir, Erna Guðrun skallaði að marki og þær Írsku björguðu, en Ingibjörg náði boltanum og skaut rétt framhjá með vinstri. Hulda Hrund kom síðan inn fyrir Huldu Ósk á 70. min.

Á 78. stakk Hulda Ósk boltanum inn á Ester Rós sem var tekin niður og víti dæmt. Esther Rós skoraði sjálf af miklu öryggi úr vitinu og minkaði muninn í 1-2. Ekki reyndist nægur tími til að jafna leikinn og sigruðu þær Írsku nokkuð sanngjarnt."

Riðillinn