Árleg skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu
UEFA hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu knattspyrnufélaga í Evrópu (UEFA Benchmarking Report), sem byggir á leyfisgögnum félaga úr allri álfunni, þeirra félaga sem leika í Evrópumótum félagsliða. Skýrslan er að venju afar ítarleg og er ýmislegt áhugavert þar að finna um ýmsa þætti í evrópskri knattspyrnu, jafnt knattspyrnulega, sem fjárhagslega.
Skýrslan er afar umfangsmikil og er að miklu leyti sett fram með myndrænum hætti, sem gerir lesandanum auðveldara að rýna í niðurstöðurnar og gerir samanburð milli landa greinilegri.