• mán. 30. sep. 2013
  • Landslið

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum

U17 landslið kvenna
ksi-u17kvenna

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunaliðið sem mætir Rúmenum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma en hægt er að fylgjast með textalýsingu af honum á heimasíðu UEFA.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Hafdís Erla Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Erna Guðrún Magnúsdóttir

Vinstri bakvörður: Arna Dís Arnþórsdóttir

Miðverðir: Eva Bergrín Ólafsdóttir, fyrirliði og Lillý Rut Hlynsdóttir

Tengiliðir: Ingibjörg Sigurðardóttir og María Eva Eyjólfsdóttir

Hægri kantur: Petrea Björt Sævarsdóttir

Vinstri kantur: Bryndís Rún Þórólfsdóttir

Sóknartengiliður: Hulda Ósk Jónsdóttir

Framherji: Esther Rós Arnarsdóttir

Aðrar þjóðir í riðlinum er Spánn og Írland og mætast þau kl. 11:00 að íslenskum tíma í dag.

Aðstæður eru hinar ágætustu og fer ágætlega um hópinn eftir langt ferðalag á leikstað.  Veðrið gæti þó verið betra en því var lýst sem "sunnlensku sumarveðri" af Norðlendingi í fararstjórninni en hitastigið var um 7 gráður og með fylgdi rok og rigning.