• fös. 27. sep. 2013
  • Landslið

Diljá Rut vann flugmiða fyrir 2 með Icelandair

JGK_3549
JGK_3549

Diljá Rut Gísladóttir, 10 ára knattspyrnusnillingur, var aldeilis heppin í gær en hún tók þátt í "skot í slánna" leikinn sem er í hálfleik á landsleikjum. Diljá gerði sér lítið fyrir og skaut í slánna og í markið og fyrir það fékk hún gjafabréf fyrir 2 til Evrópu með Icelandair.

Mamma Diljár, Arney Þórarinsdóttir, sagði dótturina hafa tekið áskoruninni alvarlega en Diljá æfði sig lengi og vel fyrir leikinn. Sú æfing skilaði sér svo sannarlega en skotið var hnitmiðað en það er erfiðara en margur heldur að skjóta á blautum knattspyrnuvellinum. 

Að lokum fékk Diljá mynd af sér með íslenskum landsliðskonum sem voru að hita upp í hálfleik inn á vellinum en Diljá stefnir að sjálfsögðu á að leika í íslenska landsliðsbúningnum í framtíðinni.

KSÍ óskar Diljá til hamingju með þennan magnaða árangur.

JGK_3532