• fim. 26. sep. 2013
  • Landslið

U17 karla - Glæsilegur sigur á Rússum

U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

Strákarnir í U17 unnu glæsilegan sigur á Rússum í undankeppni EM í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum sem var leikinn í Rússlandi.  Íslendingar höfðu sigur, 2 - 1, í hörkuleik og tryggðu sér með efsta sætið í riðlinum og sæti í milliriðlum.

Grétar Snær Gunnarsson kom íslenska liðinu yfir á 31. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar.  Það var svo Albert Guðmundsson sem skoraði eina mark síðari hálfleiks og sigurmark leiksins á 50. mínútu og íslenska liðið fagnaði sigri.

Frábær árangur hjá strákunum sem lögðu Rússa og Slóvaka og gerðu jafntefli gegn Aserbaídsjan.  Slóvakar lögðu svo Asera í dag, 4 - 2 en Rússar enduðu í öðru sæti riðilsins og þar með einnig réttinn til að leika í milliriðlum.

U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid