• fim. 26. sep. 2013
  • Landslið

Tveggja marka sigur Sviss

A landslið kvenna
ksi-Akvenna

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í kvöld í undankeppni HM með því að etja kappi við Sviss á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina sem leiddu með einu marki í leikhléi. 

Jafnræði var með liðunum í byrjun og það kom því eins úr þruma úr heiðskíru lofti að Svisslendingar komust yfir strax á 8. mínútu.  Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér færi og svissneska liðið var virkilega sterkt eins og búist var við.

Áhorfendur vonuðust eftir öðruvísi síðari hálfleik en það voru aðeins 9 mínútur liðnar af honum þegar gestirnir fengu dæma vítaspyrnu og nýttu þeir hana.  Tveggja marka forysta Svisslendinga reyndist of mikil fyrir íslenska liðið sem, þrátt fyrir fína baráttu, náði ekki að skapa sér nein færi í síðari hálfleiknum.

Íslenska liðið náði ekki að sýna sínar betri hliðar en því má ekki gleyma að gestirnir léku mjög vel og voru erfiðir við að etja.  Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á útivelli, 31. október næstkomandi.