• fim. 26. sep. 2013
  • Landslið

Ísland - Sviss í kvöld - Allir á völlinn

Áhorfendur á Laugardalsvelli
ae6cf50d-daf1-41be-ba50-df1d48effc08_L

Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppni HM í kvöld þegar það mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn Freys Alexanderssonar, nýs landsliðsþjálfara, og jafnframt kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur.

Svissneska liðið kemur hingað með góðan sigur í farteskinu, lögðu Serbíu 9 - 0, og eru til alls líklegar.  Sviss hefur verið á mikilli uppleið í knattspyrnunni undanfarin ár og situr í 25. sæti styrkleikalista FIFA um þessar mundir en íslenska liðið er í 15. sæti.

Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag.

Það er ljóst að um hörkuleik verður að ræða á Laugardalsvelli í kvöld og getur stuðningur áhorfenda skipt öllu máli.  Það skiptir miklu máli að styðja stelpurnar til góðs gengis í nýrri undankeppni og ekki síður að hylla Katrínu Jónsdóttur sem kveður þjóðina sem landsliðskona í knattspyrnu eftir frábæran feril.  Þegar hún endar sinn landsliðsferil, hefst nýr ferill hjá nýjum landsliðsþjálfara.

Mætum öll - Áfram Ísland!