• mán. 23. sep. 2013
  • Landslið

U19 kvenna - Annar stórsigur hjá stelpurnum

Byrjunarliðið gegn Búlgaríu
U19-kvenna-byrjunarlidid-gegn-Bulgariu-sept-2013

Stelpurnar í U19 unnu annan stórsigur í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Mótherjarnir í dag voru frá Slóvakíu og unnu okkar stelpur öruggan sigur, 5 - 0.  Með þessum sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í milliriðlum.

Stelpurnar byrjuðu af sannkölluðum krafti og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði fyrsta mark leiksins strax á fyrstu mínútu.  Fyrirliðinn Hildur Antonsdóttir bætti svo öðru marki við á 10. mínútu og mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleiknum.  Telma bætti öðru marki sínu við á 52. mínútu og þær Svava Rós Guðmundsdóttir og Elín Metta Jensen bættu við mörkum áður en leikurinn var allur.

Þetta er annar 5 - 0 sigur liðsins á mótinu en lokaleikurinn er gegn Frökkum á fimmtudaginn og ræðst þá hvaða þjóð endar í efsta sæti riðilsins.  Frakkar lögðu Búlgari í dag, 7 - 0, og eru því í efsta sæti á markatölu.

Staðan í riðlinum