• mán. 23. sep. 2013
  • Landslið

A kvenna - Sterkt svissneskt lið

Merki Sviss
Sviss-logo

Það er ljóst að svissneska liðið, sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn, er virkilega sterkt.  Liðið lék gegn Serbum á heimavelli um helgina og unnu stórsigur, 9 - 0.

Ana Maria Crnogorcevic, leikmaður Frankfurt, var á skotskónum í leiknum og gerði fjögur mörk.  Hún hefur þá skorað 24 mörk í 46 landsleikjum fyrir Sviss og leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.  Þá skoraði samherji Þóru Helgadóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur, Ramona Bachmann, tvö mörk í leiknum en hún er gríðarlega fljót og hefur skorað 26 mörk í 48 landsleikjum.  Þriðji leikmaðurinn í hópnum sem er á meðal þekktustu leikmanna Sviss er Lara Dickenmann en hún leikur með Lyon og hefur skorað 28 mörk í 77 landsleikjum.  Það er því ljóst að varnarmenn íslenska liðsins munu hafa í nógu að snúast á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn og veitir ekki af góðum stuðningi áhorfenda.

Miðasala á leikinn er á www.midi.is og er í fullum gangi og má sjá nánari upplýsingar hér

Svissneski hópurinn