• þri. 17. sep. 2013
  • Landslið

U19 karla - Jafntefli gegn Slóvakíu í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu

U19 landslið karla
ksi-u19karla

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu en um er að ræða æfingamót fjögurra þjóða.  Leikið var gegn Slóvakíu í dag og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.

Slóvakar voru heldur sterkari í fyrri hálfleiknum en jafnt var þegar sænski dómarinn flautaði til leikhlés.  Það voru svo leikmenn Slóvakíu sem brutu ísinn á 69. mínútu með marki.  Allt leit út fyrir að þetta mark dygði til sigurs en á síðustu andartökum leiksins jafnaði Húsvíkingurinn, Ásgeir Sigurgeirsson, metin og þar við sat.  Þar sem leiknum lauk með jafntefli þá var gripið til vítaspyrnukeppni og mun hún gilda ef þjóðirnar verða jafnar að stigum í lok móts.  Íslenska liðið hafði betur í henni með fjórum mörkum gegn tveimur.

Jafntefli í fyrsta leik en liðið skipa leikmenn fæddir árið 1996.  Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Noregi og fer hann fram á fimmtudaginn.  Lokaleikurinn á mótinu verður svo gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn.

Leikskýrsla