• fim. 12. sep. 2013
  • Agamál

Knattspyrnudeild KV sektuð vegna ummæla leikmanns

KV
KV

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra KSÍ vegna ummæla Jóns Kára Eldon leikmanns KV, sem hann  viðhafði í kjölfar leiks Njarðvíkur og KV í 2. deild karla, þriðjudaginn 13. ágúst 2013, með skrifum á Twitter síðu sína.  

Það er álit Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að ummæli Jóns Kára hafi verið óviðeigandi og með þeim hafi Jón Kári skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu. 

Í samræmi við reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál, grein 13.9.5, ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 10. september 2013 að sekta Knattspyrnudeild KV um kr. 25.000.- vegna ummæla Jóns Kára Eldon, leikmanns KV. 

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vill að lokum minna á nauðsyn þess að grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verði í heiðri höfð, en þar segir: Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.