• þri. 10. sep. 2013
  • Landslið

U21 karla - Góður sigur gegn Kasakstan

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Strákarnir í U21 lögðu Kasakstan í dag þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM á Kópavogsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Það blés vel á leikmenn liðanna í dag en íslenska liðið hafði undirtökin mest allan leikinn.  Þrátt fyrir ágætis tækifæri í fyrri hálfleik þá var markalaust í leikhléi en fyrsta markið kom á 57. mínútu leiksins.  Arnór Ingvi Traustason kom þá boltanum í markið eftir hornspyrnu Guðmundar Þórarinssonar.  Þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður fékk íslenska liðið margar góðar sóknir og það bar ávöxt á 84. mínútu.  Aftur tók Guðmundur Þórarinsson hornspyrnu og í þetta skipti kom Emil Atlason boltanum yfir marklínuna eftir mikla baráttu..

Þar við sat og íslenska liðið er því ennþá með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í efsta sæti riðlsins.  Frakkar koma næstir, einnig með fullt hús en hafa einungis leikið 2 leiki.  Næsti leikur Ísland er einmitt gegn Frökkum á Laugardalsvelli, 14. október.

Staðan í riðlinum