• þri. 03. sep. 2013
  • Landslið

Leikið á sögufrægum slóðum

Stade de Suisse / Wankdorf
bern_wankdorf2
Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954, þar sem Vestur-Þjóðverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt með því að leggja stjörnum prýtt lið Ungverja.  Þessi sigur hefur gjarnan verið kallaður "Kraftaverkið í Bern". 
 
Stade de Suisse / WankdorfStade de Suisse tekur 32.000 manns í sæti og þegar hafa selst hátt í 20.000 miðar á leikinn.  Búist er við að á þriðja hundrað Íslendinga mæti á völlinn og styðji okkar stráka.  Hluti íslenska hópsins kemur saman á Restaurant Eleven, veitingastað við leikvanginn, um kl. 17:00.