• þri. 03. sep. 2013
  • Landslið

Karlalandsliðið komið til Sviss

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson
sviss-aron-gylfi
A landslið karla er komið saman í Sviss fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni HM 2014.  Leikmenn komu til Bern á mánudag og fyrsta æfingin var í dag, þriðjudag, en leikurinn fer fram á föstudag.  Sól og blíða er í Bern þessa dagana og er hitinn um 25 gráður. 
Af leikmannahópnum er það að frétta að 21 leikmaður tók þátt í æfingunni af fullum krafti, en tveir voru í meðferð sjúkrateymisins, þeir Alfreð Finnbogason og Emil Hallfreðsson.  Alfreð er með sprungu í tábeini, en Emil glímir við smávægileg meiðsli í hné. Sjá má myndir frá fyrstu æfingunni á Facebook síðu KSÍ.
Á miðvikudag verður æft á keppnisvellinum, Stade de Suisse í Bern, sem í daglegu tali er nefndur Wankdorf.