Jafntefli í hörkuleik gegn Skotum hjá U19 karla
Skotar voru betri framan af leik, en íslenska liðið vann sig smám saman inn í leikinn og náði forystunni. Leikurinn var vel leikinn af báðum liðum, sem sýndu getu sína í hröðum og skemmtilegum leik. Skotar fengu fleiri færi í leiknum, en þó var heilt yfir jafnræði með liðunum.
Frammistaða íslenska liðsins var með ágætum, enda má taka tillit til þess að hópurinn ferðaðist samdægurs til Skotlands. Þessi lið mætast aftur á fimmtudag, á sama stað, og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.