A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Sviss í Bern, föstudaginn 6. september en gegn Albaníu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september.
Íslendingar eru í harðri baráttu í riðlinum en annað sætið getur gefið sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Mótherjar Íslendinga í þessari lotu eru í efstu sætum riðilsins, Sviss er í efsta sætinu með 14 stig en Albanir sitja sem stendur í öðru sæti riðilsins með 10 stig, einu stigi á undan Íslendingum.
Ísland og Sviss hafa mæst 5 sinnum hjá A landsliðum karla og hafa allir leikirnir tapast hingað til. Leikirnir við Albaníu hafa verið fjórir hingað til og hefur hvor þjóð unnið tvo leiki.