• þri. 20. ágú. 2013
  • Fræðsla

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 24. ágúst 2013

KÞÍ
KÞÍ

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Úrslitaleikur Borgunarbikarkeppni kvenna fer fram laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 en þar mætast Breiðablik og Þór/KA. Ráðstefnan hefst kl. 12:00 og er öllum opin.

Frítt er fyrir félagsmenn KÞÍ en 1.500 krónur fyrir aðra. Miði á úrslitaleikinn og léttar veitingar eru innifaldar í verðinu. Skráning er hafin með tölvupósti á netfangið kthi@kthi.is eða dagur@ksi.is  -  taka þarf fram nafn og kennitölu.  Greiðsla fer fram við innganginn.

Aðalfyrirlesari er Sigurður Ragnar Eyjólfsson en hann mun fjalla um þátttöku Íslands á EM 2013 í Svíþjóð, allt frá undirbúningi að lokaflauti í 8 liða úrslitum. Einnig mun Margrét Magnúsdóttir, þjálfari 4., 5. og 6. flokks kvenna hjá Val og nýútskrifaður íþróttafræðingur, fjalla um efni lokaverkefni síns þar sem hún gerði samanburð á hugrænni færni og árangri íslenskra knattspyrnukvenna á árunum 2007-2012.

Dagskrá, laugardaginn 24. ágúst:

12:00     Ávarp formanns KÞÍ - Sigurður Þórir Þorsteinsson

12:05     Ávarp formanns fræðslunefndar KSÍ - Ragnhildur Skúladóttir

12:10     Samanburður á hugrænni færni og árangri íslenskra knattspyrnukvenna á árunum 2007-               2012 - Margrét Magnúsdóttir   

12:40     EM ævintýri Íslands - Sigurður Ragnar Eyjólfsson

13:40     Kaffihlé

14:00     Liðin í úrslitaleik kvenna - spáð í spilin

14:30     Þjálfari Breiðabliks

14:45     Þjálfari Þórs/KA

15:00     Ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri: Theodór Sveinjónsson

Þátttaka á ráðstefnunni gildir sem 4 tímar í endurmenntun KSÍ A (UEFA A) og KSÍ B (UEFA B) þjálfara.