• fös. 16. ágú. 2013
  • Landslið

Sigurður Ragnar hættir með kvennalandsliðið

769809
769809

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem þjálfari A-landsliðs kvenna.  Sigurður Ragnar, sem leiddi liðið til besta árangurs þess frá upphafi í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar, tók við liðinu í árslok 2006 og var því þjálfari liðsins í 7 ár.  Alls var Sigurður við stjórnvölinn í 78 leikjum á þessu tímabili, fleiri leikjum en nokkur annar þjálfari A-landsliðs kvenna. Glæsilegur árangur kvennalandsliðsins undir stjórn Sigurðar er öllum þeim sem þekkja til knattspyrnu vel kunnugu, en hann kom liðinu í tvígang í úrslitakeppni EM. 

KSÍ þakkar Sigurði Ragnari fyrir frábært starf með liðið á undanförnum árum.

Sigurður Ragnar hefur jafnframt starfað sem fræðslustjóri KSÍ síðan í febrúar 2002, en eitt af hans aðal hlutverkum í því starfi hefur verið að byggja upp þjálfaramenntun á Íslandi fyrir hönd KSÍ, og hefur náðst frábær árangur á því sviði.  Því verkefni mun Sigurður halda áfram og starfar hann því áfram á skrifstofu KSÍ.