• fös. 16. ágú. 2013
  • Dómaramál

Íslenskt dómarateymi að störfum í Tallinn

Merki Evrópudeildar UEFA
Europa-League-logo_UEFA

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi.  Þá fer fram fyrri leikur JK Nomme Kalju og úkrainska liðsins FC Dnipro Dnipropetrovsk í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Kvartettinn verður þannig skipaður að dómari er Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, og varadómari er Þóroddur Hjaltalín.

Dómaraeftirlitsmaður leiksins er Englendingurinn Stephen Lodge, sem er fyrrum FIFA-dómari sjálfur.