• mið. 14. ágú. 2013
  • Landslið

Fjögur frábær mörk hjá U21

EM U21 landsliða karla
Under-21New

U21 landslið karla vann í dag, miðvikudag, frábæran 4-1 sigur á liði Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015, enliðin mættust á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Emil Atlason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu - hefur nú skorað 6 mörk í 3 leikjum í keppninni.  Ísland er efst í riðlinum með fullt hús stiga.

Leikurin byrjaði fjörlega og eftir aðeins 7 mínútna leik var Emil Atlason búinn að skora fyrsta markið.  Tvö mörk með tveggja mínútna millibili komu Íslandi síðan í þægilega stöðu - fyrst skoraði Jón Daði Böðvarsson á 35. mínútu og Atli jók forystuna í þrjú mörk tveimur mínútum síðar.  Gestirnir náðu að minnka muninn eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik, en Emil gulltryggði sigurinn og og þrennuna á 71. mínútu.

Það er óhætt að segja að þessi byrjun íslenska liðsins sé framar vonum, en liðið er með fullt hús stiga eins og fyrr segir og trónir á toppi riðilsins.  Næsti leikur er heimaleikur gegn Kasakstan á Kópavogsvelli þann 10. september.