• þri. 13. ágú. 2013
  • Landslið

25. viðureign Íslands og Færeyja

Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu
Tryggi_gegn_Fareyjum_i_Kornum_2008

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag og verður þetta í 25. sinn sem þessar frændþjóðir mætast í A landsliðum karla.  Ísland hefur unnið 22 leiki, einu sinni hafa þjíðirnar gert jafntefli og Færeyingar hafa einu sinni unnið sigur.

Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)Fyrsta viðureignin var árið 1972 á Laugardalsvellinum, þegar Íslendingar unnu 3-0 sigur.  Átta íslenskir sigurleikir fylgdu í kjölfarið, þar á meðal þrír þar sem sex íslensk mörk litu dagsins ljós.  Þá var komið að eina jafnteflinu hingað til, markalaust jafntefli í Færeyjum í ágúst 1984.  Í íslenska liðinu í þeim leik voru kempur eins og Ólafur Þórðarson og Guðni Bergsson.  Ári síðar mættust liðin enn, og þá var aldeilis breyting á, 9-0 sigur Íslands á Keflavíkurvelli, og er það lang stærsti sigur Íslands í A landsleik karla.  Þess konar tölur hafa ekki sést síðan og hafa flestir leikir liðanna verið jafnir og spennandi, flestir eins til tveggja marka sigrar Íslands, ef undan er skilinn eini sigurleikur Færeyja, 2-1 í Kórnum í mars árið 2009.  Í íslenska liðinu í þeim leik voru þrír leikmenn sem eru í landsliðinu fyrir vináttuleikinn á miðvikudag – þeir Kristinn Jónsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason.