Þriðjungur leikur utan Færeyja
Af 19 leikmönnum í landsliðshópi Færeyinga fyrir vináttulandsleikinn við Ísland á miðvikudag eru sex leikmenn sem leika utan heimalandsins, eða rétt tæplega þriðjungur hópsins. Þrír leika í Danmörku, tveir í Noregi og einn á Íslandi. Jónas Tór Næs er sá eini sem leikur með íslensku liði, en nokkrir aðrir í hópnum hafa reyndar gert það líka, m.a. Fróði Benjaminsen, sem er lang leikjahæsti leikmaður liðsins.
Landsliðsþjálfari Færeyja er Daninn Lars Olsen, bróðir Mortens, landsliðsþjálfara Dana. Aðstoðarþjálfari Færeyinga er heimamaður, Jóannes Jakobsen, en þjálfari markvarða er hinn danski Mogens Krogh.