U17 karla leikur um 3. sætið á NM
U17 landslið karla vann góðan 2-1 sigur á Svíum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sætið á mótinu á laugardag, þar sem mótherjarnir verða Norðmenn.
Íslenska liðið byrjaði leikinn gegn Svíum af miklum krafti og var komið með tveggja marka forystu eftur rúman stundarfjórðung. Krafturinn virðist hafa komið sænska liðinu í opna skjöldu og nýttu þeir Óttar Magnús Karlsson og Ragnar Már lárusson sér það með því að skora íslensku mörkin. Svíarnir náðu reyndar að svara fyrir sig með marki á 24. mínútu, en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og okkar drengir sigldu þremur stigum í höfn.
Leikurinn við Noreg um 3. sætið fer sem fyrr segir fram á laugardag, á Fart Stadium í Övre Vang, og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.