• þri. 23. júl. 2013
  • Landslið

Úrslitakeppni EM - Þrjár Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum

EM kvenna 2013
Host_FullCol_OnBlack_Land_XL_LR

Þrjár Norðurlandaþjóðir eru komnar í undanúrslit í úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana.  Heimastúlkur mæta Þjóðverjum í fyrri undanúrslitaleiknum sem fram fer í Gautaborg, miðvikudaginn 24. júlí.  Það verða svo Noregur og Danmörk sem leika í Norköpping, fimmtudaginn 25. júlí.  Úrslitaleikurinn verður svo leikinn í Stokkhólmi, sunnudaginn 28. júlí.

Íslenska liðið, sem kom heim í gær, lék gegn þremur af þessum fjórum þjóðum.  Mættu ekki danska liðinu en það verður mótherji íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM 2015.  Fyrsti leikur Íslands í þeirri keppni verður gegn Sviss á Laugardalsvelli, 26. september.

Riðill Íslands - HM 2015