• sun. 21. júl. 2013
  • Landslið

Svíar og Þjóðverjar áfram

EM kvenna 2013
Host_3Col_OnBlack_Port_XL_HR
Eins og kunnugt er tryggðu Svíar sér sæti í undanúrslitum EM með 4-0 sigri á Íslendingum í Halmstad á sunnudag.  Þjóðverjar gerðu slíkt hið sama með eins marks sigri á Ítölum í Växjö og mætast Svíar og Þjóðverjar í undanúrslitum.  Sigurmarkið gerði Simone Laudehr um miðjan fyrri hálfleik.

Undanúrslitaleikur gestgjafa Svía og ríkjandi Evrópumeistara Þjóðverja fer fram á miðvikudag á Gamla Ullevi í Gautaborg og telja margir að þar sé í raun úrslitaleikur mótsins, þ.e. að sigurliðið úr þeim leik verði Evrópumeistari.  Enginn skyldi þó afskrifa t.a.m. Frakka, sem mæta Dönum á mánudag.  Síðasti undanúrslitaleikurinn er svo milli Norðmanna og Spánverja og fer sá leikur einnig fram á mánudag.