Úrslitakeppni EM - Þær þýsku sterkari
Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Þjóðverjum í kvöld í öðrum leik liðsins í úrslitakeppni EM en leikið var í Växjö í Svíþjóð. Lokatölur urðu 0 - 3 fyrir þær þýsku en þær leiddu í leikhléi, 0 - 1.
Eins og búast mátti við þá var það þýska liðið sem stjórnaði leiknum og komust yfir á 24. mínútu. Íslenska liðið eyddum miklum krafti í að verjast þýska liðinu og gerði það vel á löngum köflum. Fyrir aftan vörnina stóð svo Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu og er óhætt að segja að hún hafi átt stórleik, varði nokkrum sinnum stórkostlega.
Þjóðverjar bættu svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik, síðar markið á 84. mínútu. Þriggja marka tap staðreynd í gríðarlega erfiðum leik hjá íslenska liðinu.
Framundan er lokaleikur Íslands í riðlakeppninni þegar leikið verður gegn Hollandi, miðvikudaginn 17. júlí. Hollenska liðið beið lægri hlut gegn Norðmönnum í dag, 0 - 1. Ýmsir möguleikar eru ennþá fyrir hendi um að komast í 8-liða úrslit en þar mundu þrjú stig gegn Hollandi leika aðalhlutverkið.