Fyrsta umferð EM gerð upp
Annað lið sem ætlar sér klárlega að vinna þetta mót eru ríkjandi Evrópumeistarar Þjóðverja, sem áttu í vandræðum með Hollendinga og þó leikurinn hafi verið nokkuð fjörugur tókst hvorugu liði að skora. Holland kom nokkuð á óvart, en rétt er að hafa í huga að hollensk liðið er öflugt, og þá er framlína þeirra skeinuhætt, afar hraðir leikmenn sem geta valdið usla í hvaða vörn sem er. Íslenska liðið gerði afar vel í því að jafna leikinn gegn Noregi og er þetta stig sem vannst þar afar dýrmætt fyrir framhaldið.
C-riðillinn reyndist síðan eiga fjörugustu leiki fyrstu umferðar, enda voru leikmenn liðanna þar svo sannarlega á skotskónum. Frakkar unnu öruggan 3-1 sigur á Rússum og þó síðarnefnda liðið hafi náð að svara fyrir sig undir lokin var sigur þeirra frönsku aldrei í hættu. Englendinga búast við miklu af sínu liði, en lentu í miklum vandræðum gegn Spánverjum, sem hafa á mörgum flinkum leikmönnum að skipa. Rétt er að vekja athygli áhugasamra á þessu spænska liði, sem gæti náð athyglisverðum árangri á EM í Svíþjóð.
Þarf ekki mörg stig til að komast í 8-liða úrslitin
Kannski er fullsnemmt að velta framhaldinu fyrir sér, en það má alveg nefna að ekki er víst að það þurfi mörg stig til að komast í 8-liða úrslitin. Vissulega tryggja fjögur stig það sæti, en þar sem tvö lið af þremur í 3. sæti riðlanna komast áfram gætu þrjú stig dugað, jafnvel tvö ef t.d. England og Rússland í C-riðli tapa bæði gegn Frökkum og Spánverjum og gera svo jafntefli í sinni viðureign, svo dæmi sé tekið. Nú geta tölfræðingar byrjað að spekúlera …