• fös. 12. júl. 2013
  • Landslið

Úrslitakeppni EM - Stelpurnar komnar til Växjö

Växjö Arena
vaxjo_arena496

Íslenski hópurinn er nú kominn til Växjö frá Kalmar en þar verður leikið gegn Þjóðverjum og Hollendingum, sunnudaginn 14. júlí og miðvikudaginn 17. júlí.  Hópurinn þekkir ágætlega til á staðnum en þar var leikinn vináttulandsleikur gegn Svíum, 6. apríl síðastliðinn.

Växjö ([ˈvɛkːˈɧøː]) er í Smálöndum Svíþjóðar og þar búa um 62.000 manns.  Borgin þykir ein sú "grænasta" í Evrópu en mikið er lagt í endurnýjanlega orku.  Växjö er mikill íþróttabær og íþróttaaðstaða þar mjög góð.  Hið góðkunna knattspyrnufélag, Öster, er einmitt frá borginni og verður leikið á nýjum heimavelli þess félags.