Ísland með drengjalið í undankeppni Ólympíuleika æskunnar
Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Íslandi að senda lið U15 karla, drengir fæddir 1999, til leiks í undankeppni Ólympíuleika æskunnar. Þessi undankeppni fjögurra þjóða verður leikinn í Nyon í Sviss og er ein þjóð sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Nanjing í Kína, 16. - 28. ágúst 2014.
Auk Íslendinga leika í þessari undankeppni: Finnland, Armenía og Moldavía. UEFA ákvað að bjóða þeim þjóðum sem voru efstar á háttvísilista UEFA og höfðu ekki tekið þátt í úrslitakeppni EM eða HM, sæti í þessari undankeppni.
Leikið verður við höfuðstöðvar UEFA í Nyon og fara undanúrslitaleikir fram laugardaginn 19. október en leikið verður til úrslita, mánudaginn 21. október. Dregið verður síðar hvaða þjóðir mætast í undanúrslitunum.