Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 12 sæti
Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 73. sæti listans og fellur niður um 12 sæti síðan að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og koma Þjóðverjar þar á eftir.
Af andstæðingum Íslands í undankeppni HM þá er það að frétta að Sviss er í 16. sæti, Noregur í 25. sæti og Albanía í 37. sæti. Slóvenar sitja svo í 45. sætinu og Kýpur er í 125. sæti listans.